Sparkspekingurinn og enska knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker segir að ekki eigi að lesa neitt í tap enska landsliðsins gegn Íslandi á dögunum.
Ísland vann frækinn 0-1 sigur á Wembley fyrir helgi með marki Jóns Dags Þorsteinssonar. Í kjölfarið var mikið reiði hjá ensku þjóðinni og miðlar þar í landi tóku liðið af lífi.
„Fólk hefur lesið allt of mikið í þennan leik,“ segir Lineker í hlaðvarpinu The Rest Is Football.
Lineker spilaði sjálfur 80 A-landsleiki fyrir England og segir menn fara af varfærni inn í svona leiki.
„Það eina sem þú ert að spá í í þessum vináttulandsleikjum fyrir stórmót er að meiðast ekki.“