fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Þetta er stór ástæða þess að Ten Hag heldur starfi sínu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 21:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu var greint frá því í öllum helstu miðlum Englands að Erik ten Hag yrði áfram stjóri Manchester United. Nýir eigendur vilja sjá hvernig honum vegnar undir þeirra handleiðslu.

Sir Jim Ratcliffe og INEOS eru nýjustu hluthafar í United og hafa tekið yfir knattspyrnuhlið rekstursins. Daily Mail segir að þau vilji gefa Ten Hag öll bestu verkfærin og sjá hvort Hollendingurinn nái liðinu ekki á flug.

Meðal þess sem breytist með komu INEOS er að Omar Berrada kemur frá Manchester City í stöðu framkvæmdastjóra. Þá er Jason Wilcox mættur sem tæknilegur ráðgjafi og gæti Dan Answorth einnig komið frá Newcastle og orðið yfirmaður íþróttamála.

Það kom til greina að reka Ten Hag og enskir miðlar segja INEOS til að mynda hafa fundað með Thomas Tuchel. Á endanum var ákveðið að halda tryggði við Ten Hag.

Viðræður um nýjan samning fara fljótlega af stað en Ten Hag hefur stýrt United í tvö ár. Undir hans stjórn varð liðið enskur bikarmeistari á dögunum. Þá vann það enska deildabikarinn í fyrra en nýafstaðið tímabil í ensku úrvalsdeildinni var alls ekki nógu gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026