fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Kjaftasaga í gangi um að tíðinda sé að vænta úr Vesturbæ – „Það eru málsmetandi menn mjög ósáttir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. júní 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú saga gengur að tíðinda sé að vænta úr herbúðum KR á næstu dögum varðandi þjálfaramál félagsins. Frá þessu segir Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Gregg Ryder virðist valtur í sessi þrátt fyrir að hafa stýrt KR í aðeins nokkra mánuði, slakt gengi liðsins undanfarið hefur farið illa í stuðningsmenn liðsins.

„Nú er maður alltaf eitthvað að giska, maður fær þetta ekki beint frá kúnni. Það eru einhverjir að henda því inn að það verði fréttir úr Vesturbænum í vikunni, hafið þið eitthvað heyrt?,“ sagði Hjörvar í þætti dagsins.

Jóhann Már Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri Vals segir mikla óánægju vera í herbúðum KR.

„Maður hefur heyrt ýmislegt, þrýstingurinn er mikill á aðgerðir innan félagsins. Það er megn óánægja með það hvernig þetta hefur farið af stað.“

„Það eru málsmetandi menn innan KR mjög ósáttir og þá átt sem Ryder hefur farið með liðið, það léttir ekki umræðuna að eitt stykki Óskar Hrafn er á lausu.“

Óskar Hrafn Þorvaldsson er mikið orðaður við starfið en Íslandsmeistarinn, Arnar Sveinn Geirsson efast um að hann taki við.

„Hefur Óskar áhuga? Þetta fittar ekkert inn í hans hugmyndafræði, taka við lið á miðju tímabili, ekki hópur sem hann myndi vilja, lélegur grasvöllur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“