fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Stórstjörnurnar fá lítið lof fyrir frammistöðuna á Wembley – Einn stóð upp úr

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2024 17:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar enskar stjörnur fengu falleinkunn fyrir frammistöðu sína gegn Íslandi í vináttulandsleik í gær.

Ísland kom mörgum á óvart og vann England 1-0 á Wembley en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina markið.

The Sun gaf leikmönnum Englands ansi harkalega einkunn en nokkrir komu þó ágætlega út eftir lokaflautið.

Stórstjörnur á borð við Kyle Walker, John Stones, Harry Kane og Bukayo Saka fengu allir fimm í einkunn.

Kobbie Mainoo var talinn besti maður Englands að mati Sun en hann fékk sjö fyrir sína frammistöðu á miðjunni.

Varnarmaðurinn Marc Guehi fékk einnig sjö fyrir sína frammistöðu og þá var markmaðurinn Aaron Ramsdale á meðal þeirra sem fengu fimmu.

Aðrir miðlar taka undir þessa einkunnagjöf Sun en Independent setur fjarka á Kane sem er talinn einn besti sóknarmaður heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag

Leikmenn Breiðabliks boðaðir á fund – Búist við þjálfarabreytingum í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu