Það voru margir Englendingar sem voru undrandi í gær er þeir horfðu á leik landsliðs síns gegn Íslandi á Wembley.
Ísland vann þennan leik 1-0 en Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina markið í viðureigninni.
Það kom mörgum Englendingum á óvart að Ísland væri skrifað sem ‘ISL’ á stigatöflunni í beinni útsendingu frekar en ‘ICE’ eða byrjunin á ‘Iceland.’
,,Af hverju er þetta skammstöfun Íslands? Það er ekkert S í nafninu?“ skrifaði einn og bætir annar við: ,,Getiði útskýrt þetta? Hvað á ‘ISL’ að vera?’
Leikurinn var sýndur á Channel 4 í Bretlandi en ISL er auðvitað stytting á Ísland eins og við landsmenn þekkjum.
Channel 4 sýndi leikinn alþjóðlega og notar því skammstöfun sem er notuð í heimalandi hvers lands fyrir sig.