Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, er tilbúinn í að pirra stjórn félagsin verulega og spila áfram með félaginu á næstu leiktíð.
Frá þessu greinir TeamTalk en samningur Gallagher við Chelsea rennur út næsta sumar og má hann þá fara frítt.
Lið eins og Aston Villa, Tottenham og West Ham hafa sýnt Gallagher áhuga sem spilaði reglulega á síðustu leiktíð.
Chelsea vildi selja Englendinginn fyrir um 50 milljónir punda í vetur svo félagið gæti keypt inn aðra leikmenn sem gætu styrkt leikmannahópinn fyrir næsta tímabil.
TeamTalk segir hins vegar að Gallagher hafi ekki áhuga á að fara og að hann sé tilbúinn að klára samning sinn áður en hann horfir annað.
Það fer verulega í taugarnar á stjórn enska stórliðsins en Gallagher er einn af þeim leikmönnum sem félagið gæti fengið góða upphæð fyrir í sumarglugganum.