fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Baunar á stjórstjörnuna og lét allt flakka: Skítlélegt hugarfar – ,,Reiður þegar ég sé hann í búningnum með banana“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2024 12:00

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerome Rothen, fyrrum landsliðsmaður Frakklands og leikmaður Paris Saint-Germain, er enginn aðdáandi Kylian Mbappe og hefur oft gagnrýnt stórstjörnuna opinberlega.

Rothen hefur sjaldan verið jafn pirraður út í Mbappe og í dag en framherjinn hefur gert samning við Real Madrid og kveður frönsku höfuðborgina.

Mbappe sýndi lítinn lit undir lok síðasta tímabils sem leikmaður PSG en skemmti sér konunglega í 3-0 sigri gegn Lúxemborg með franska landsliðinu í vikunni.

Það fór virkilega í taugarnar á Rothen sem hikaði ekki við að skjóta föstum skotum á einn besta leikmann heims.

,,Það sem við sáum í leiknum gegn Lúxemborg er eitthvað sem við sáum ekki yfir allt tímabilið hjá PSG. Hvernig hann brosir og samræðurnar við stuðningsmenn, það er fótbolti,“ sagði Rothen.

,,Í heila fimm mánuði þegar Kylian gerir ekki nóg þá er það ekki vandamál þjálfarans, leiðtogans, forsetans eða stuðningsmanna. Þetta snýst um virðingu.“

,,Þegar þú setur sjálfan þig í flokk bestu leikmanna heims þá þarftu að vera með hugarfarið sem fylgir því. Þú þarft að berjast fyrir liðsfélagana, fyrir landið og fyrir félagið.“

,,Að mínu mati þá sveik hann okkur. Þetta tímabil var stórslys alveg frá byrjun. Ég er mjög reiður út í hann því þegar ég sé hann í franska landsliðsbúningnum með banana, það er ekki rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu