fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Enska pressan hakkar landsliðið í sig eftir tap gegn Íslandi – „Kampavínið á Ís“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 8. júní 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við mátti búast er enska pressan ekki að fara neinum silkihönskum um enska landsliðið eftir óvænt 0-1 tap gegn Íslandi í æfingaleik í gær. Leikurinn fór fram á Wembley.

Strákarnir okkar spiluðu fyrri hálfleik frábærlega og gáfu fá færi á sér. Á 12. mínútu kom Jón Dagur Þorsteinsson íslenska liðinu yfir eftir stórgóða sókn. Lék hann á John Stones og renndi boltanum framhjá Aaron Ramsdale í markinu. Staðan í hálfleik 0-1.

Seinni hálfleikur var ekki síðri hjá Íslandi, sem hefði hreinlega getað skorað fleiri mörk. Áfram gekk enska liðinu illa að ógna og hafði Hákon Rafn Valdimarsson í marki Íslands fremur lítið að gera.

Englandi tókst ekki að finna jöfnunarmark og meira var ekki skorað. Lokatölur 0-1, glæsilegur sigur Íslands á Englandi staðreynd. Sannkölluð liðsframmistaða.

Enska liðið ætlar sér stóra hluti á EM í Þýskalandi í sumar og því ljóst að úrslit gærkvöldsins eru reiðarslag. Þess má geta að það var baulað hressilega á enska liðið í leikslok í gær.

Enska pressan kjarnar þetta ágætlega inn eins og sjá má í fyrirsögnum þeirra hér að neðan.

Daily Star:

Express:

The Sun:

Daily Mail:

Sky Sports:

BBC:

The Telegraph;

Mirror:

Guardian:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu