Kári Árnason, landsliðsmaður til margra ára, segir að íslenska landsliðið megi ekki taka það enska neinum vettlingatökum í leik liðanna í kvöld þó það sé á leið á stórmót.
Vika er í EM í Þýskalandi, þar sem England verður með en Ísland ekki. Leikurinn í kvöld er sá síðasti fyrir EM hjá Englandi.
„Ef við ætlum að fara að draga úr tæklingum þá getum við alveg eins pakkað saman og farið heim,“ sagði Kári Árnarson í upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir leik kvöldsins.
„Það skiptir engu máli að þeir séu að frá EM. Þú verður að nálgast þennan leik eins og alvöru leik, annars getur þetta endað illa. “
Leikurinn hefst klukkan 18:45.