fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Greenwood vill halda til ítalska stórliðsins sem er til í að láta United hafa leikmann á móti

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. júní 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood vill helst fara til Juventus í sumar samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello Sport.

Lánsdvöl Greenwood hjá spænska liðinu Getafe er lokið og snýr Englendingurinn ungi því formlega aftur til United.

Þar á hann þó enga framtíð og verður væntanlega seldur í sumar. Nokkur félög hafa áhuga.

Þar á meðal er Juventus, sem getur þó ekki gengið að 34 milljóna punda verðmiða sem United hefur sett á Greenwood.

Juventus er þó til í að leita leiða til að láta skiptin ganga upp og senda leikmann til United á móti.

Þar er enski kantmaðurinn Samuel Iling-Junior nefndur til sögunnar, en hann spilar með U-21 árs landsliðinu.

Þá er einnig minnst á að Federico Chiesa gæti farið til United á móti, en eins og Greenwood á hann aðeins ár eftir af samningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“