fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Sturlun í Fagralundi í gærkvöldi – Einn ótrúlegasti viðsnúningur í sögu fótboltans á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að einhver ótrúlegasti fótboltaleikur í langan tíma hafi farið fram í Fagralundi í Kópavogi í gær þegar KFK og Víðir mættust í 3. deild karla.

Allt stefndi í góðan 2-0 sigur KFK en komið var fram í uppbótartíma þegar allt fór í klessu hjá heimamönnum.

Víðis menn skoruðu þrjú mörk í uppbótartíma en það er sjaldséð að lið fái á sig þrjú mörk þegar komið er fram í uppbótartíma.

Einar Örn Andrésson skoraði fyrsta mark Víðis á 93 mínútu og mínútu síðar var Einar mættur aftur og jafnaði leikinn.

Það var svo á 96 mínútu sem Daniel Beneitez Fidalgo mætti og tryggði Víði sigurinn. Þrjú mörk á fjórum mínútum tryggðu Víði sigur í ótrúlegum leik.

KFK er með eitt best mannaða lið 3. deildarinnar en liðið fer illa af stað í deildinni og er með sex stig eftir sex leiki en Víðir er með 13 stig í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi