fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Staðfesta kaupin á Andra á 450 milljónir – Arnar Þór fer fögrum orðum um hann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2024 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KAA Gent í Belgíu hefur staðfest kaup sína á Andra Lucasi Guðjohnsen en hann er keyptur til félagsins frá Lyngby í Danmörku.

Andri gerði fjögurra ára samning við Gent en félagið borgar 450 milljónir króna fyrir framherjann öfluga.

Andri er 22 ára gamall en hann byrjaði á láni hjá Lyngby á tímabilinu en danska félagið keypti hann svo.

Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen og afi hans Arnór Guðjohnsen spiluðu báðir í Belgíu á ferlum sínum og var Arnór stjarna hjá Anderlecht.

„Kaupin á Andra er fyrsta verkefnið sem nýtt teymi félagsins fer í gegnum,“ segir Arnar Þór Viðarsson nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Gent.

Arnar Þór var landsliðsþjálfari þegar Andri lék sína fyrstu A-landsleiki. „Ég þekki Andra vel, hann er framherjar með nef fyrir mörkum og sterkur í teignum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“