fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Einlægur Arnór með mikilvæg skilaboð – „Hugsar um vini og fjölskyldu, maður hugsar ekki um peninga“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. júní 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað er þetta best í heimi,“ segir Arnór Sigurðsson atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður Íslands. Hann fer þar yfir það að þegar illa gengur í boltanum snúist lífið lítið um þá peninga sem þar eru í boði.

Arnór ræddi málið við Chess after dark hlaðvarpið en Arnór er leikmaður Blackburn á Englandi en hann hefur einnig spilað í Rússlandi, Svíþjóð og á Ítalíu.

Arnór er 25 ára gamall og hefur þénað mikla fjármuni bæði í Rússlandi og nú á Englandi, lífið leikur við hann en þegar á móti blæs þá veit hann hvað skiptir mestu máli.

„Það er best í heimi að vera fótboltamaðurinn, þetta er draumurinn. Þú ert að lifa drauminn en það sem fylgir þessu er eitthvað sem þú býst ekki við,“ segir Arnór.

„Ég hugsa það oft þegar það koma svona dagar þar sem maður er langt niðri. Þá fer ég að hugsa út í það að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.“

Þá eru það ekki peningarnir sem koma upp í huga Arnórs. „Maður hugsar um vini og fjölskyldu, maður hugsar ekki um peninga.“

„Það er það sem ég hef lært á stuttum ferli hvað er það sem skiptir máli.“

@chessafterdarkÞað sem fylgir þessu er eitthvað sem þú býst ekki við

♬ original sound – ChessAfterDark

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“