KSÍ skipaði í þrjá nýja starfshópa á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Þar á meðal er starfshópur um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Athygli vekur að Klara Bjartmarz sem sagði upp sem framkvæmdarstjóri KSÍ í upphafi árs tekur sæti í tveimur starfshópum.
Hópana má sjá hér að neðan.
Knattspyrnu- og þróunarnefnd: Pálmi Haraldsson, formaður, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Daði Rafnsson og Davíð Snorri Jónasson. Starfsmaður Arnar Bill Gunnarsson.
Starfshópur um kynjajafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar: Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Haukur Hinriksson, Klara Bjartmarz, Anna Þorsteinsdóttir, Ingigerður Bjarndís Írisar Ágústsdóttir, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ, Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF, ásamt fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Starfshópur um heiðursviðurkenningar: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Gísli Gíslason, Klara Bjartmarz, Sif Atladóttir, Víðir Sigurðsson og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ. Starfsmaður Ragnheiður Elíasdóttir.