Vitað er að Manchester United ætlar sér að kaupa miðvörð í sumar en Raphael Varane er að fara frítt frá félaginu og þarf að fylla hans skarð.
Ensk blöð segja í dag að það sé á hreinu að Jarrad Branthwaite varnarmaður Everton sé efstur á blaði.
Branthwaite er 21 árs gamall og átti mjög gott tímabil með Everton en félagið þarf að selja leikmenn í sumar til að fjármagna reksturinn.
Ef Untied tekst ekki að lenda Branthwaite er sagt að GLeisen Bremer varnarmaður Juventus sé á blaði en hann er 27 ára og kemur frá Brasilíu.
Jean-Clair Todibo varnamður Nice er svo einnig sagður á blaði en svo virðist sem Branthwaite verði fyrsta skotmark.