fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Guðrún kom sjálfri sér á óvart – „Ég veit ekki hvað kom yfir mig, þetta er ekki líkt mér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

„Það er ógeðslega gott að vinna þetta. Mér fannst við sterkari aðilinn í leiknum og eiga þetta skilið,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir afar mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM í kvöld.

Guðrún átti stóran þátt í fyrra marki Íslands sem Hlín Eiríksdóttir skoraði. Átti hún þar frábæran sprett með boltann upp völlinn.

„Ég veit ekki hvað kom yfir mig, þetta er ekki líkt mér. En ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo þetta væri ekki til einskis,“ sagði Guðrún létt í bragði.

Austurríska liðið jafnaði undir lok fyrri hálfleiks en það sló Stelpurnar okkar ekki út af laginu.

„Við mættum inn í seinni hálfleikinn með góða tilfinningu því við vorum alveg með yfirhöndina í leiknum þrátt fyrir að við værum á móti vindi. Þetta var smá blaut tuska en sló okkur ekkert út af laginu.“

Nánar er rætt við Guðrúnu í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern