fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

„Ég er úr Keflavík og þegar það er svona mikið rok þar er farið beint inn í Reykjaneshöll“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var ótrúlega sætt. Ég vissi það frá fyrstu mínútu að við myndum vinna. En ég var smá farin að bíða eftir að dómarinn flautaði af í lokin. Þetta var orðið svolítið hvasst. Kannski ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en skemmtilegt að fagna þessum þremur stigum í lokin.“

Þetta sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við 433.is eftir mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM í kvöld. Það var ansi hvasst í Laugardalnum í kvöld, sem hafði áhrif á leikinn.

„Ég veit ekki hvort ég hafi spilað í svona miklum vindi áður. Ég er náttúrulega úr Keflavík og þegar það er svona mikið rok þar er farið beint inn í Reykjaneshöll. Þetta var erfitt fyrir bæði lið en ég held að séum aðeins vanari.

Mér fannst við vera betri aðilinn. Við fáum mark á okkur undir lok fyrri hálfleiks. Það er yfirleitt högg en ég vissi að við myndum nýta vindinn og skora í seinni. Það var ekkert stress á okkur.“

Ísland er komið í bílstjórasætið um sæti á EM næsta sumar og Stelpurnar okkar ætla alla leið.

„Auðvitað. Ég er bara spennt fyrir næsta glugga,“ sagði Sveindís, en viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu

Máni segir erfitt að rýna í stöðuna og að við gætum vel fengið óvænta niðurstöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Í gær

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“

Máni baunar á yfirvöld: 500 milljóna framkvæmd breyti ekki staðreyndum málsins – „Þetta er engum að kenna nema stjórnmálamönnum“
433Sport
Í gær

Laugardalsvöllur lítur glæsilega út – Myndband

Laugardalsvöllur lítur glæsilega út – Myndband
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Fórnin var ansi stór, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu“

Arnar Gunnlaugs: „Fórnin var ansi stór, ég er ekki að gera þetta að gamni mínu“
433Sport
Í gær

Buddan míglekur hjá Ratclif­fe – Fellur hratt niður listann um ríkasta fólk Bretlands

Buddan míglekur hjá Ratclif­fe – Fellur hratt niður listann um ríkasta fólk Bretlands