Íslenska kvennalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á því austurríska í undankeppni EM í kvöld.
Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir glæsilega sókn. Það virtist ætla að verða eina mark fyrri hálfleiks en þá jafnaði Eileen Campbell fyrir Austurríki. Staðan í hálfleik 1-1. Stelpurnar okkar komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Liðið uppskar á 70. mínútu þegar Hildur Antonsdóttir skoraði með glæsilegum skalla. Meira var ekki skorað og lokatölur á Laugardalsvelli 2-1.
Hér að neðan má sjá hvað íslenskt knattspyrnuáhugafólk hafði að segja um leikinn á X (áður Twitter) í kvöld.
Þessi spyrnugeta maður minn! 👑 pic.twitter.com/HFJlzo8I62
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 4, 2024
Jááá @gudrunarnar ✨ þvílíkur sprettur.
Vel klárað @hlineiriksdott1 🤝
Áfram svona 🔥— Sif Atladóttir (@sifatla) June 4, 2024
Það er náttúrulega bilun að RÚV hafi settið utandyra í þessu veðri. Þau eru öll gjörsamlega að drepast úr kulda.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) June 4, 2024
Er bara í lagi að vera með landsliðsþjálfara sem neitar eiginlega að nota Amöndu Andradóttur? #fotboltinet
— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) June 4, 2024
Þessi Laugardalsvöllur er svo hræðilegur!!! Pínlegt í nútíma fótbolta. #fotboltinet
— ParmaCalcio1913 -ISL 🇺🇦 (@ParmaIceland) June 4, 2024
Spilum fótbolta, höldum boltanum á jörðinni og þá sköpum við alltaf færi. Yfirleitt skilar það sér með marki.
Gaman að sjá hafsentinn Guðrúnu taka einn bakvarðarsprett.
Frábær leiksskilningur og hraðabreyting. Varnarleikurinn hjá 🇦🇹 er “shaky” þurfum að nýta það #fotboltinet— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) June 4, 2024
Alvöru skalli @hildurantons 🔥
Lets GO!!— Sif Atladóttir (@sifatla) June 4, 2024
Hildur Antonsdóttir 🇮🇸
🔙Fyrsti keppnisleikur með Íslandi 22.9.2023
Þá 28 ára, gafst ekki upp➡️ Núna með fyrstu leikmönnum á blað og gerði sigurmarkið í leik sem kemur Ísland langleiðina á EM 👏
'Warrior' sem gerir alltaf sitt og meira 🙌 Gripið tækifærið með báðum – frábær! pic.twitter.com/ttahPaYBrw
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) June 4, 2024