Þýskaland vann endurkomusigur gegn Póllandi í undanriðli Íslands fyrir EM. Þjóðverjar hafa þar með tryggt sig á mótið.
Dominika Grabowska kom Pólverjum yfir snemma leiks í dag en Þjóðverjar sneru dæminu við í seinni hálfleik með tveimur mörkum Lea Schuller og einu frá Klara Buhl.
Þjóðverjar eru með 12 stig á toppi riðilsins eftir fjórar leiki. Pólverjar eru á botninum, án stiga.
Í öðru og þriðja sæti eru svo Ísland og Austurríki, bæði með 4 stig. Liðin mætast á eftir á Laugardalsvelli og ljóst er að sigurliðið kemur sér í sterka stöðu upp á að tryggja sig inn á EM.
Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM en neðri tvö í umspil.