fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Alexander skrifar undir hjá Stjörnunni en stórlið í Evrópu hafa áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Máni Guðjónsson skrifaði undir sinn fyrsta samning við Stjörnuna á dögunum. Alexander lék einnig sinn fyrsta leik í Bestu deild karla á dögunum þegar hann kom inn á gegn KA og varð á sama tíma þriðji yngsti leikmaðurinn sem spilar í efstu deild aðeins 14 ára og 343 daga gam­all þegar leikurinn fór fram. Alexander hefur á síðustu mánuðum verið til skoðunar hjá erlendum liðum, Benfica, FC Midtjylland og FCK.

“Það hefur verið gríðarlega gaman að fylgjast með Alexander Mána stíga sín fyrstu skref enda ótrúlega spennandi leikmaður sem er með höfuðið rétt skrúfað á og mikill leiðtogi sem er viljugur til að leita allra leiða til að ná sem lengst. Það verður mjög gaman að fylgjast með honum í framtíðinni í bláa búningnum.” segir Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla.

„Ég er mjög stoltur að skrifa undir við mitt uppeldisfélag og þakklátur fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér. Ég er virkilega spenntur fyrir framhaldinu með Stjörnunni og þeirri vinnu sem er framundan, skíni Stjarnan”, segir Alexander Máni eftir að hafa skrifað undir.

Alexander á ekki langt að sækja hæfileikana en fyrrum atvinnu og landsliðsmaðurinn, Guðjón Baldvinsson er faðir hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“

Postecoglou kokhraustur á blaðamannafundi – „Sagan endar alltaf eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði