Manchester City hefur höfðað mál gegn ensku úrvalsdeildinni og segir regluverk deildarinnar um fjármál ekki eðlileg.
City segir að deildin fari fram með harðstjórn meirihlutans að vopni og telur félagið sig vera beitt órétti.
Þetta eru nýjar vendingar í þessum málum en enska deildin hefur ákært City í 115 liðum fyrir brot á reglum um fjármál.
Málferli City gegn deildinni verður tekið fyrir þann 10 júní en City hefur boðið félögum að taka þátt í málssókninni.
Times fjallar um málið og segir að tíu til tólf félög hafi sýnt því áhuga á að stíga fram og bera vitni og koma með gögn sem staðfesta þessa skoðun City að reglurnar halda ekki vatni.