fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Heitar umræður sköpuðust og Ríkharð sagði Arnar hafa „pakkað Kristjáni saman“ – „Ég mun halda áfram þar til réttlætið sigrar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir að hann muni halda áfram að gagnrýna þá dóma sem falla með Víkingi í Bestu deild karla þar til réttlætið sigri.

Þetta sagði hann í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, þar sem heit umræða skapaðist um dómgæslu, aðallega í sambandi við Víking. Vilja margir meina að of margir dómar hafi fallið með Íslands- og bikarmeisturunum það sem af er móti. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gagnrýndi þessa umræðu á Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn Fylki á sunnudag. Þar skoraði liðið mark eftir að Aron Elís Þrándarsson hafði fengið boltann í höndina.

„Róum okkur aðeins á þessu propaganda sem er í gangi gegn Víkingi. Sem betur fer eru dómarar ekki að falla í gildruna. Þeir halda bara áfram. Mér finnst ganga of langt þegar allir eru farnir að tala um þetta og það er verið að gera þessu góð skil í öllum fjölmiðlum og þess háttar. Svo eru mögulega einhverjir þjálfarar andstæðinga líka sem sjálfir fá svo víti í næsta leik á eftir eða einhver átti að vera rekinn útaf í þeirra liði sem var ekki rekinn útaf. Sem betur fer eru Víkingar ekki að taka þátt í þessari umræðu, allavega ekki liðið eða ég. Ég endurtek enn og aftur, í haust verður það besta liðið en ekki heppnasta liðið sem mun vinna þennan titil og þannig mun það alltaf vera,“ sagði Arnar meðal annars.

Ríkharð Óskar Guðnason vakti athygli á þessum ummælum í Þungavigtinni og beindi þeim að Kristjáni. „Arnar Gunnlaugsson tók þig og einhverja sérfræðinga og pakkaði ykkur saman,“ sagði hann.

Kristján gaf lítið fyrir þetta. „Ég mun halda áfram þangað til að þetta snýst við og réttlætið sigrar.“

Mikael Nikulásson var með þeim félögum í þættinum að vanda. Hann tekur undir með Arnari og segir stuðningsmenn Breiðabliks, þar á meðal Kristján, ekki eiga efni á að tala svona um dómgæsluna í deildinni.

„Þetta er alveg eins með Blika. Þeim var gefinn sigurinn gegn FH í fyrstu umferð, FH átti að fá víti. Víkingur er með einn tapleik og átti ekki að vera pjúra rautt spjald á leikmann HK í fyrri hálfleik þar? Það er svo hlægilegt að hlusta á þetta, sérstaklega að Blikarnir séu að röfla yfir þessu,“ sagði Mikael og benti einnig á umdeilt mark Blika sem fékk að standa í leiknum gegn HK um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs