Patrick Pedersen framherji Vals og Viktor Karl Einarsson miðjumaður Breiðabliks eru þeir leikmenn í deildinni sem hafa komið að flestum mörkum á þessari leiktíð.
Pedersen hefur skorað átta mörk en ekki lagt upp neitt, á sama tíma hefur Viktor Karl skorað þrjú fyrir Blika og lagt upp fimm mörk.
Fjórir leikmenn hafa svo komið að sjö mörkum á þessu tímabili en Kjartan Kári Halldórsson kantmaður FH er einn þeirra.
Átta leikmenn hafa komið að fimm mörkum í deildinni en má þar nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Danijel Djuric og Tryggva Hrafn Haraldsson
Koma að flestum mörkum (Upplýsingar frá SofaScore)
Patrick Pedersen – 8
Viktor Karl Einarsson – 8
Viktor Jónsson – 7
Jason Daði Svanþórsson – 7
Ari Sigurpálsson – 7
Kjartan Kári Halldórsson – 7