fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Tom Brady gefst ekki upp á stjörnunum þrátt fyrir skitu Rooney – Kominn í viðræður við aðra goðsögn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 17:30

Tom Brady er einn af eigendum Birmingham. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birmingham er í stjóraleit eftir að hafa fallið úr ensku B-deildinni í vor og ljóst að liðið spilar í C-deildinni á næstu leiktíð. Nafn Frank Lampard er á blaði.

Það er vefmiðillinn Football Insider sem heldur þessu fram en Chelsea-goðsögnin Lampard hefur verið án starfs síðan hann var stjóri Chelsea til bráðabirgða í fyrra. Það var í annað skiptið sem hann stýrði Chelsea en hann hefur einnig verið hjá Derby og Everton sem stjóri.

Síðasta tímabil var algjört þrot hjá Birmingham. John Eustace var rekinn síðasta haust þrátt fyrir flott gengi og var liðið í umspilssæti um að komast upp í úrvalsdeildina. Wayne Rooney tók við en var rekinn eftir 15 leiki og hörmulegt gengi.

Birmingham, með fyrrum NFL-stjörnuna Tom Brady broddi fylkingar, vilja ráða annað stórt nafn ef marka má fréttir og hafa viðræður við Lampard átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“