Miðjumaðurinn Joao Neves hjá Benfica er eftirsóttur en ljóst er að hann fer ekki ódýrt í sumar.
Neves er 19 ára gamall en þrátt fyrir það er hann lykilmaður hjá Benfica. Hann er orðaður við stærri lið en samningur hans í Portúgal er til 2028 og sér félag hans enga ástæðu til að sleppa honum ódýrt.
Arsenal, Manchester City og Manchester United hafa undanfarna mánuði öll fylgst með Neves en samkvæmt fréttum þurfa þyrftu þau að greiða 120 milljónir evra fyrir kappann.
Benfica vonast til að halda honum hjá sér aðeins lengur en það er spurning hvort eitthvað félag gangi að verðmiðanum í sumar.
🚨🦅 Benfica stance on João Neves is very clear: €120m release clause or no plans to negotiate for his exit this summer.
Man United, Arsenal and Man City scouts have been monitoring João for months, Benfica hope to keep him at the club. pic.twitter.com/gS4bmYYpHz
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2024