Omari Forson hefur hafnað nýjumu samningi hjá Manchester United og ætlar að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.
Forson er 19 ára gamall en samningur hans er á enda í lok júní en félagið hefur í sex mánuði reynt að ráða hann.
Þrátt fyrir að Forson fari samningslaus fær United greiddar bætur frá liðinu sem tekur hann vegna aldurs.
Erik ten Hag gaf Forson nokkur tækifæri á liðnu tímabili en hann vill spila meira og fer því.
Forson varð 249 leikmaðurinn úr unglingastarfi félagsins sem spilaði með aðalliðinu í janúar þegar hann spilaði gegn Wigan.