Enska knattspyrnusambandið fer fram á lífstíðarbann yfir Lucas Paqueta miðjumanni West Ham fyrir brot á veðmálareglum.
„Grunur leikur á um að leikmaðurinn hafi haft áhrif á það að fá spjald í leik með það að leiðarljósi að nokkrir aðilar myndu hagnast á því,“ sagði í ákæru sambandsins.
Paqueta hafði til gærdagsins til að svara til saka og nú fer sérstök nefnd yfir málið.
Paqueta er sakaður um að hafa viljandi fengið gullt spjald gegn Leicester árið 2022 og gegn Aston Villa, Leeds og Bournemouth árið 20223.
Nú segja blöð frá því að sextíu aðilar hafi lagt veðmál á þetta frá eyju í Brasilíu þaðan sem Paqueta kemur, lagði fólk þúsund krónur til sjötíu þúsund undir á það. Vann þetta fólk og aðilar tengdir Paqueta 17 milljónir króna.
Betway sem var aðalstyrktaraðili West Ham á þessum tíma lét fyrst vita af því að þetta væru óeðlilega mörg veðmál frá sama svæðinu.