Það má vera ljóst að þrír þjálfarar í Bestu deild karla eru farnir að óttast um örlög sín í starfi nú þegar níu umferðir eru búnar í Bestu deildinni.
Hjá KA er staðan svört og árangurinn er undir væntingum hjá bæði KR og Stjörnunni eru árangur undir væntingum.
Hallgrímur Jónasson þjálfari KA er líklega í heitasta sætinu en KA situr í fallsæti nú þegar tveggja vikna hlé er á deildinni.
KA er með vel mannað lið og hafa sett talsverða fjármuni í lið sitt, Viðar Örn Kjartansson mætti heim fyrir tímabil en hefur ekki enn skorað eða byrjað leik í deildinni.
Mynd – RÚV
Hjá KR er Gregg Ryder á sínu fyrsta tímabili en KR er slakasta lið landsins á heimavelli og hefur aðeins sótt eitt stig af 15 mögulegum á heimavelli. Tapið gegn Val í gær var ótrúlegt þar sem KR komst í 2-0 eftir sjö mínútna leik en svo hrundi leikur liðsins.
Ryder er á sínu fyrsta tímabili en liðið er eftir níu umferðir fjórtán stigum á eftir toppliði Víkings, staðan er því svört hjá félaginu sem vill berjast um alla titla. Hinn litríki Óskar Hrafn Þorvaldsson er mikið orðaður við starfið.
Í Garðabæ gætu menn skoðað stöðuna en Jökull Elísabetarson en Stjarnan er með þrettán stig í sjöunda sæti og er átta stigum á eftir Val í þriðja sætinu.
Jökull fór í mikla tilraunastarfsemi með liðið í vetur sem virðist ekki hafa heppnast vel en liðið hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum.