fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Margir kalla eftir brottrekstri í Vesturbæ og einn minnir á þessi orð – „Ég vona bara að árangur KR sé mikilvægar en persónuleiki Gregg“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 08:30

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla bara að segja það Gregg Ryder út!! gjörsamlega glataður þjalfari skömmustuleg frammistaða og uppsetning sorgleg staða,“ skrifar Michael Bragi Whalley stuðningsmaður KR í Facebook hóp félagsins í gærkvöldi eftir 3-5 tap gegn Val í Bestu deildinni.

KR er slakasta lið landsins á heimavelli og hefur aðeins sótt eitt stig af 15 mögulegum á heimavelli. Tapið gegn Val var ótrúlegt þar sem KR komst í 2-0 eftir sjö mínútna leik en svo hrundi leikur liðsins.

Ryder er á sínu fyrsta tímabili en liðið er eftir níu umferðir fjórtán stigum á eftir toppliði Víkings, staðan er því svört hjá félaginu sem vill berjast um alla titla. „Bara burt með þennan þjálfara og gaurinn sem datt í hug að ráða hann!!,“ skrifar Michael Bragi og sendir sneið á þá sem stýra félaginu.

Óskar er á sama máli. „Endurspeglar þetta ekki stjórnina hjá KR „BG og co eru að eyðileggja klúbbinn. Ef þessir vanvitar ráða Óskar Hrafn ekki kvöld þá er eitthvað mikið að ! Þvílíkur harmleikur!,“ skrifar Óskar í umræðunni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er draumur flestra stuðningsmanna KR og nú þegar hann er án starfs láta margir sig dreyma um að hann mæti aftur.

Ágúst stuðningsmaður KR svarar og segir að Óskar taki aldrei við KR. „Óskar Hrafn er aldrei að fara taka við KR núna því miður! En það þarf að sparka Gregg og fá einhvern til að stýra þessu út tímabilið..“

Gunnar Örlygur segir að stjórnarmenn verði að axla ábyrgð. „Minni á orð eins stjórnarmanns KR þegar Gregg var ráðin. ,, hann kemur svo vel fyrir” Þar voru menn mikið upp með sér þegar þeir lýstu Gregg sem persónu. Ég vona bara að árangur KR sé mikilvægar en persónuleiki Gregg Ryders!!!!!!“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest