Sumarfríið hjá Yves Bissouma miðjumanni Tottenham byrjar ekki vel en ráðist var á hann og unnustu hans fyrir utan hótel í Frakklandi.
Bissouma er í fríi ásamt unnustu sinni í Nice í Frakklandi en þau voru að koma heim á hótelið um helgina þegar þau voru rænd.
Þau voru að labba inn á hótelið sitt, Majestic Barrier þegar tveir grímuklæddir menn veittust að þeim.
Þeir rifu 42 milljóna króna úr af Bissouma og spreyjuðu táragasi í andlitið á honum.
Bissouma sagði við lögreglu að hann og unnustu sín hafi reynt að komast inn á hótelið en það hafi verið læst.
Bissouma er 27 ára gamall átti gott tímabil með Tottenham en ljóst er að fríið byrjar ekki vel.