Manchester United hefur áhuga á Matheus Cunha, sóknarmanni Wolves og vill fá hann í sumarglugganum. Mirror segir frá.
United leitar að sóknarmanni í hóp sinn eftir brottför Anthony Martial og er Cunha, sem er metinn á um 60 milljónir punda, ofarlega á blaði.
Cunha átti ansi gott tímabil með Wolves, skoraði 14 mörk og lagði upp 8.
Það er mikilvægt sumar framundan fyrir United á félagaskiptaglugganum. Sir Jim Ratcliffe og INEOS hafa tekið yfir fótboltahlið rekstursins og framtíð knattspyrnustjórans Erik ten Hag er í óvissu.