Leiknum lauk með 4-2 sigri Vestra. Í leiknum þar á undan tapaði Stjarnan 5-1 gegn Val og hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í Bestu deildinni.
„Ég hefði stórkostlegar áhyggjur ef ég væri Jökull (Elísabetarson þjálfari) og Björn Berg Bryde (aðstoðarþjálfari). Ég hefði áhyggjur af því hvers konar frammistöðu leikmennirnir voru að skila,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um framistöðu Stjörnunnar í gær.
„Þú getur talað endalaust um taktík og uppstillingu, en ef þú horfir í frammistöðuna og það sem leikmenn lögðu í þetta, það er bara eitthvað „off“. Að elta manninn þinn, hlaupa til baka. Jökli líður örugglega ekki eins og hann þurfi að vera þar en hann verður bara að segja hingað og ekki lengra.“
Jóhann Már Helgason tók í svipaðan streng og benti á fjórða mark Vestra í gær og varnarleik Stjörnunnar þar.
„Sjáum fjórða markið hjá Toby King, sem drepur leikinn. Hvað fær hann að taka margar snertingar á boltann? Þetta var geðveik afgreiðsla hjá honum en eruði að grínast?“ sagði Jóhann, en mark King má sjá hér neðst.