Samkvæmt helstu miðlum færist Benjamin Sesko nær því að ganga í raðir Arsenal frá RB Leipzig í sumar. Enskir miðlar velta því nú upp hvernig byrjunarliðið yrði með hann innanborðs.
Lengi hefur verið talað um að Arsenal, sem hefur hafnað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil, vanti níu. Hún gæti loks komið með Sesko, sem er talinn kosta 45 milljónir punda.
Það er þó spurning hvað það myndi þýða fyrir leikmann eins og Kai Havertz, sem leysti stöðu fremsta manns frábærlega á nýafstaðinni leiktíð.
Hér að neðan má sjá þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Sesko innanborðs. Þar er búið að færa Havertz niður á miðjuna eða taka hann úr liðinu.