Maurizio Sarri er orðaður við endurkomu til Englands en samkvæmt nýjustu fregnum hefur Leicester City áhuga á að ráða Ítalann.
Blaðamaðurinn Alfredo Pedulla segir frá en samkvæmt hans heimildum er Sarri ofarlega á óskalista Leicester.
Leicester er að missa þjálfara sinn Enzo Maresca til Chelsea og leitar að arftaka hans fyrir næsta tímabil.
Sarri þekkir það að þjálfa á Englandi en hann var um tíma hjá Chelsea og vann Evrópudeildina með liðinu.
Sarri var síðast hjá Lazio í Serie A en hann var rekinn í mars á þessu ári.