fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Elías Már spilar í hollensku úrvalsdeildinni – Valgeir á skotskónum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 20:16

Elías Már Ómarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Már Ómarsson mun spila í efstu deild Hollands á næsta tímabili eftir leik við Excelsior sem fór fram í dag.

Um var að ræða umspilsleik í Hollandi en NAC Breda hafði að lokum betur 7-6 í svakalegu einvígi.

NAC Breda vann fyrri leikinn 6-2 á heimavelli en lenti 4-0 undir í leiknum í dag og var útlitið lengi vel ekki gott.

Staðan var 4-0 fyrir Excelsior er 50 mínútur voru komnar á klukkuna en NAC Breda skoraði svo mark í leik sem endaði 4-1.

Elías kom inná sem varamaður á 70. mínútu og sem betur fer fyrir hann og hans lið þá tókst heimamönnum ekki að bæta við öðru marki.

Við fengum þá íslenskt mark í Svíþjóð en Valgeir Lunddal Friðriksson hjá Hacken skoraði annan leikinn í röð.

Valgeir skoraði í tapi gegn AIK en hann gerði eina mark Hacken sem þurfti að sætta sig við 4-1 tap að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham