Elías Már Ómarsson mun spila í efstu deild Hollands á næsta tímabili eftir leik við Excelsior sem fór fram í dag.
Um var að ræða umspilsleik í Hollandi en NAC Breda hafði að lokum betur 7-6 í svakalegu einvígi.
NAC Breda vann fyrri leikinn 6-2 á heimavelli en lenti 4-0 undir í leiknum í dag og var útlitið lengi vel ekki gott.
Staðan var 4-0 fyrir Excelsior er 50 mínútur voru komnar á klukkuna en NAC Breda skoraði svo mark í leik sem endaði 4-1.
Elías kom inná sem varamaður á 70. mínútu og sem betur fer fyrir hann og hans lið þá tókst heimamönnum ekki að bæta við öðru marki.
Við fengum þá íslenskt mark í Svíþjóð en Valgeir Lunddal Friðriksson hjá Hacken skoraði annan leikinn í röð.
Valgeir skoraði í tapi gegn AIK en hann gerði eina mark Hacken sem þurfti að sætta sig við 4-1 tap að lokum.