Arsenal vill klára kaup á framherjanum Benjamin Sesko áður en lokakeppni EM í Þýskalandi fer fram síðar í þessum mánuði.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Florian Plettenberg en hann segir að Arsenal sé að gera allt til að tryggja sér þjónustu Benjamin Sesko.
Sesko er gríðarlega öflugur framherji og er það einmitt staða sem Arsenal leitar að fyrir næstu leiktíð.
Sesko skoraði 18 mörk í 42 leikjum fyrir Leipzig í vetur en hann er 21 árs gamall og er tæplega tveir metrar á hæð.
Önnur lið eru að horfa til Sesko sem er landsliðsmaður Slóveníu en Manchester United og Chelsea eru einnig orðuð við hans þjónustu.
Arsenal reynir að flýta fyrir kaupum á þessum öfluga leikmanni sem var áður hjá RB Salzburg í Austurríki.