fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Mourinho sendir Ten Hag pillu: ,,Náðir ekki því besta úr honum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júní 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United, hefur gefið í skyn að erfiðleikar Jadon Sancho hjá Manchester United séu stjóra liðsins, Erik ten Hag, að kenna.

Ten Hag missti þolinmæðina í garð Sancho á síðustu leiktíð en hann var ekki ánægður með vinnuframlag leikmannsins.

Sancho var í kjölfarið sendur til Þýskalands í janúar en hann gerði lánssamning við Borussia Dortmund út tímabilið.

Mourinho viðurkennir að hann hafi ekki alltaf náð til sinna leikmanna og að það sama hafi gerst með Ten Hag þegar kemur að Englendingnum.

,,Við vitum hversu góður leikmaður hann er, við höfum séð hvað hann getur gert og það getur enginn efast um hæfileikana,“ sagði Mourinho.

,,Það sem gerðist hjá Manchester United… Ef ég horfi til baka á mína eigin sögu, stundum mistókst mér að ná til leikmanna.“

,,Ég gat ekki fundið jafnvægið, skilið leikmanninn eða hjálpað honum að komast í rétta átt. Mest megnis þá gekk það upp en stundum þá gerðist það ekki.“

,,Stundum þurfum við að læra og þroskast sem ég hef reynt að gera. Stundum eru þeir með hæfileikana en ekki hugarfarið sem þú vilt frá þínum leikmmanni.“

,,Það er á hreinu að strákurinn gerði mistök, það er víst en það er líka augljóst að þjálfari hans náði ekki því besta úr honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham