Jude Bellingham brast í grát í gær eftir að Real Madrid vann Meistaradeildina í sjötta sinn á tíu árum.
Bellingham var að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn en hann var áður leikmaður Dortmund en kvaddi félagið í fyrra.
Englendingurinn var nokkuð rólegur eftir lokaflautið þar til hann sá foreldra sína grátandi í stúkunni sem varð til þess að hann felldi tár.
,,Mig dreymdi alltaf um að spila í þessum leikjum, þú gengur í gegnum lífið og það eru svo margir sem segja að þú getir ekki gert þetta eða hitt,“ sagði Bellingham.
,,Dagurinn í dag minnir þig á af hverju þú getur afrekað það sem þú ætlar þér. Þetta verður erfitt á tímum og þú veltir því fyrir þér hvort það sé þess virði. Svona kvöld eru þess virði.“
,,Ég var í lagi þar til ég sá andlit mömmu og pabba. Kvöldin sem þau hefðu getað verið heima klukkan 11 eða 12 en þau lögðu sitt af mörkum til að keyra mig í fótbolta. Litli bróðir minn er hér líka og ég reyni að vera góð fyrirmynd fyrir hann.“
,,Ég er orðlaus, þetta er besta augnablik ævi minnar.“