Nacho Novo er nafn sem einhverjir gætu kannast við en það er fyrrum framherji Rangers í Skotlandi en hann lék þar í sex tímabil.
Novo lék einnig í efstu teils Spánar fyrir bæði Sporting Gijon og Huesca sem og lið Legia Warsaw í Póllandi.
Novo er 45 ára gamall í dag en hann ákvað að leggja skóna á hilluna fyrir sjö árum síðan eftir stutt s topp hjá Glentoran í Írlandi.
Um er að ræða gríðarlega vinsælan leikmann á meðal stuðningsmanna Rangers en hann vann deildina alls þrisvar í Skotlandi.
Hann hefur nú tekið ansi áhugaverða ákvörðun og ætlar að berjast við TikTok stjörnu sem ber nafnið Caz Milligan.
Milligan er með yfir 100 þúsund fylgjendur á TikTok en hann auglýsti bardagann sjálfur sem fer fram í ágúst.
Milligan er sjálfur stuðningsmaður Rangers og viðurkennir að hann hafi litið upp til Novo er hann var á sínum yngstu árum.
View this post on Instagram