Stærsti leikur tímabilsins fer fram á Englandi í kvöld er sjálfur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er spilaður á Wembley.
Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Real Madrid sé í þessum úrslitaleik en liðið mun spila við Borussia Dortmund.
Dortmund var alls ekki talið líklegt til að komast á lokastig keppninnar og er ekki sigurstranglegra liðið í kvöld.
Jude Bellingham, leikmaður Real, mætir sínum gömlu félögum í kvöld en hann kvaddi Dortmund og samdi á Spáni fyrir tímabilið.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Borussia Dortmund: Kobel; Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen; Can, Sabitzer; Sancho, Brandt, Adeyemi; Füllkrug
Real Madrid: Courtois; Carvajal, Rüdiger, Nacho, Mendy; Camavinga, Valverde, Kroos; Bellingham; Rodrygo, Vini Jr