fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Frambjóðendur kjósa: Atkvæði Jóns Gnarr komið í hús – Myndir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 13:39

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmti í röð forsetaframbjóðenda, sem mest fylgi hafa verið með í könnunum, til að kjósa í forsetakosningunum í dag var Jón Gnarr. Hann greiddi atkvæði sitt í Vesturbæjarskóla núna klukkan 13:00. Ljósmyndari DV var á staðnum.

Jón hefur yfirleitt verið í fimmta sæti í könnunum og möguleikar hans á að sigra í kosningunum virðast því ekki vera miklir. Jón sem gert hefur það að ævistarfi sínu að gleðja fólk hefur lagt nokkra áherslu á það í sinni kosningabaráttu að auka gleðina í kringum forsetaembættið. Í kappræðum RÚV í gærkvöldi lagði hann hins vegar þunga áherslu á að hann gæti að sjálfsögðu verið alvarlegur ef þörf væri á og tekið erfiðar ákvarðanir. Vísaði Jón þá ekki síst til tíðar sinnar sem borgarstjóri í Reykjavík því til rökstuðnings að hann geti verið alvarlegur þegar á þarf að halda.

Helsta vandamál Jóns í kosningabaráttunni hefur verið lítið fylgi meðal eldra fólks en hvort gleðigjafinn þjóðkunni komi á óvart og endi á Bessastöðum þrátt fyrir það á tíminn einn eftir að leiða í ljós.

Nokkrar myndir af Jóni á kjörstað ásamt eiginkonu sinni Jógu Gnarr Jóhannsdóttur, hluta barna þeirra og heimilishundinum Klaka eru hér að neðan:

Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“