Javier Mascherano, þjálfari U23 landsliðs Argentínu, bíður eftir svari frá Manchester United vegna sóknarmannsins Alejandro Garnacho.
Frá þessu greinit TNT Sports en Mascherano vonast eftir því að geta valið ungstirnið á Ólympíuleikana í sumar.
Það er í höndum United hvort Garnacho mæti til leiks eða ekki en hann myndi missa af stórum hluta undirbúningstímabilsins.
Leikmaðurinn fengi því lítinn tíma til að jafna sig fyrir næsta tímabil og fengi í raun lítið sem ekkert sumarfrí.
Það sama má segja um Enzo Fernandez hjá Chelsea en Mascherano hefur fengið samþykki frá Manchester City vegna Julian Alvarez.