fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Staðfestir áhuga stórliða sem allir miðlar fjölluðu um: ,,Hluti af því að ná árangri“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júní 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að mörg stórlið á Englandi hafa undanfarnar vikur horft til Kieran McKenna sem er þjálfari Ipswich.

McKenna hefur gert frábæra hluti með Ipswich og kom liðinu í efstu deild í vetur og var það annað árið í röð sem liðið fór upp um deild.

Lið eins og Chelsea og Manchester United horfðu til McKenna en hann hefur sjálfur viðurkennt að áhuginn hafi verið til staðar.

McKenna ákvað hins vegar að framlengja samning sinn við Ipswich og mun þjálfa liðið á næsta tímabili.

,,Ég vissi af þessum áhuga. Það er hluti af því að ná árangri,“ sagði McKenna.

,,Önnur lið hafa sýnt áhuga og þessi ferill er stuttur sem þjálfari. Það er rétt að íhuga hlutina en ég er svo, svo ánægður með þessa ákvörðun.“

,,Ég er stoltur af því að hafa gert nýjan samning við félagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026