Það er ekkert leyndarmál að mörg stórlið á Englandi hafa undanfarnar vikur horft til Kieran McKenna sem er þjálfari Ipswich.
McKenna hefur gert frábæra hluti með Ipswich og kom liðinu í efstu deild í vetur og var það annað árið í röð sem liðið fór upp um deild.
Lið eins og Chelsea og Manchester United horfðu til McKenna en hann hefur sjálfur viðurkennt að áhuginn hafi verið til staðar.
McKenna ákvað hins vegar að framlengja samning sinn við Ipswich og mun þjálfa liðið á næsta tímabili.
,,Ég vissi af þessum áhuga. Það er hluti af því að ná árangri,“ sagði McKenna.
,,Önnur lið hafa sýnt áhuga og þessi ferill er stuttur sem þjálfari. Það er rétt að íhuga hlutina en ég er svo, svo ánægður með þessa ákvörðun.“
,,Ég er stoltur af því að hafa gert nýjan samning við félagið.“