Einn af uppáhalds leikmönnum Arne Slot gæti verið á leið til Arsenal í sumar ef marka má frétt Telegraph.
Telegraph fjallar þar um leikmann að nafni Quilindschy Hartman sem er á mála hjá Feyenoord í Hollandi.
Hartman vann þar undir Slot sem er sjálfur að færa sig til Englands og hefur gert samning við Liverpool.
Chelsea reyndi við leikmanninn síðasta janúar en hann hafði ekki áhuga á því skrefi á þeim tíma og viðurkenndi það sjálfur.
Um er að ræða 22 ára vinstri bakvbörð sem hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Holland og skorað eitt mark.