Manchester City ætlar að reyna að nýta sér það að stórstjarnan Kylian Mbappe sé á leið til Spánar en frá þessu greinir Marca.
Mbappe hefur lengi verið einn besti sóknarmaður heims en hann er á mála hjá Paris Saint-Germain.
Samningur Mbappe rennur þó út í sumar og mun hann semja við Real Madrid á frjálsri sölu í kjölfarið.
Marca segir að Englandsmeistararnir ætli að nýta tækifærið og reyna að lokka Brasilíumanninn Rodrygo í sínar raðir.
Rodrygo er einn af framherjum Real en hann gæti fengið færri tækifæri eftir komu franska landsliðsmannsins.
Rodrygo hefur sjálfur sagst vera ánægður í Madríd og er ekki talinn vilja fara en Real gæti þurft á þeim peningum að halda vegna launa Mbappe.