fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Sá ákærði grét er hann tjáði sig í réttarsal: Sakaður um að hafa skallað stórstjörnu – ,,Hann var að níðast á mér“

433
Laugardaginn 1. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir eru farnir að kannast við nafnið Scott Law sem hefur verið í fréttunum á Englandi undanfarnar vikur.

Law var ákærður fyrir árás á síðasta ári en hann er ásakaður um að hafa ráðist að goðsögninni Roy Keane eftir leik Arsenal og Manchester United í september.

Leikurinn fór fram á Emirates vellinum í London en Law vill meina að Keane hafi ögrað sér á meðan leik stóð og þar á meðal slegið fast í glerið í ‘Sky Sports settinu’ til að láta vita af sér.

Law er sakaður um að hafa af engri ástæðu ráðist að Keane og til að mynda skallað hann en Keane svaraði fyrir sig áður en manninum var hent út.

,,Herra Keane var að níðast á mér og byrjaði að segja við mig að hitta hann fyrir utan. Hann benti á dyrnar,“ sagði Law.

Hann fer svo langt og segir að Keane hafi klesst viljandi á sig fyrir utan baðherbergi vallarins og þess vegna skullu þeir saman, frekar en að árás hafi átt sér stað.

,,Ég setti hausinn niður til að reyna að verja mig,“ sagði Law sem hágrét er hann var spurður út í atvikið en maðurinn er 43 ára gamall og Keane er 52 ára.

Myndband er í dreifingu þar sem Keane sést verja sig gegn Law og fer hann til að mynda með olnbogann í andlit stuðningsmannsins.

Law vill meina að hann hafi meiðst í kjölfar olnbogaskotsins en myndbandið sannar þó að höggið var ansi saklaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026