fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Glódís um vítaspyrnuna: „Ég held að Karólína hafi verið mest hissa, hún hélt ég væri að halda á boltanum fyrir hana“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 31. maí 2024 18:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, er þokkalega sátt með stig gegn Austurríki í dag taldi frammistöðu Íslands hafa verðskuldað þrjú.

Ísland fékk sín tækifæri til að skora í fyrri hálfleiknum en það voru hins vegar heimakonur sem leiddu 1-0 eftir hann. Sarah Puntigam skoraði markið af vítapunktinum á 26. mínútu. Íslenska liðið leitaði að jöfnunarmarki og þegar um stundarfjórðungur lifði leiks fékk liðið vítaspyrnu. Það var Glódís sem fór á punktinn og skoraði hún af miklu öryggi.

Stelpurnar okkar voru líklegri í lok leiks en meira var ekki skorað og lokatölur í Austurríki 1-1.

„Þetta er svolítið blendið. Ég er ánægð með hvernig við bregðumst við því að fá á okkur mark en það hefði verið ótrúlega sætt að fá sigur í dag. Við sköpuðum okkur færi til að vinna þennan leik, erum að skapa töluvert meira en þær. Þetta eru fín úrslit að fara með heim en það hefði verið sætt að fara með sigur,“ sagði Glódís við RÚV eftir leik.

Glódís var spurð út í þá ákvörðun að hún færi á vítapunktinn, en hún hefur ekki tekið mörg víti.

„Ég var að labba upp og heyrði Steina (þjálfara) öskra að ég verði að taka. Þá hugsaði ég: Ég verð að taka. Ég held að Karólína (Lea) hafi verið mest hissa, hún hélt ég væri að halda á boltanum fyrir hana,“ sagði Glódís og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“