Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Hákon gekk í raðir Brentford í janúar en þar er Thomas Frank stjóri. Hann kann ansi vel við Danann.
„Hann er frábær maður. Mjög næs og góð manneskja. Það er gott og auðvelt að tala við hann,“ sagði Hákon í þættinum.
„Sem stjóri er hann mjög góður. Hann vill líka fara svolítið skandinavíska leið. Hann vill berjast og hlaupa mikið. Það þarftu oft að gera ef þú ert ekki með eins góð lið og hin.
Ég er mjög ánægður með hann.“
Umræðan í heild er í spilaranum.