Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Eftir U-beygju í Barcelona var Xavi rekinn sem stjóri liðsins og Hansi Flick ráðinn. Börsungar höfðu skömmu áður sannfært Xavi um að vera áfram.
„Þetta er bara algjört bull og ég skil þetta ekki. Hann hlýtur að hafa sagt eitthvað,“ sagði Hrafnkell um málið.
Einnig hefði hann viljað sjá annan mann taka við, fyrst Xavi var rekinn.
„Ég hefði viljað sjá þá taka Rafa Marquez, hann er með B-liðið eins og Pep Guardiola var með.“
Umræðan í heild er í spilaranum.