Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Hákon er auðvitað leikmaður Brentford á Englandi. Var hann spurður að því hver þar væri skemmtilegastur á æfingum.
„Það er örugglega Keane Lewis-Potter. Hann er mjög fyndinn, alltaf eitthvað að grínast,“ sagði Hákon.
Hann nefndi þó einnig fleiri til sögunnar, þar á meðal hinn umdeild Neal Maupay.
„Svo er Saman Goddos mjög skemmtilegur. Neal Maupay líka. Banterinn hans og „shithousery,“ það er bara í hæsta klassa. Þú trúir því ekki þegar þú talar við hann að hann sé Frakki. Hann er bara með enskan hreim.
Hann er bara svona. Fyrst skildi ég ekki alveg hvernig hann var. En síðan kynnist maður honum og finnst þetta bara ógeðslega fyndið.“
Umræðan í heild er í spilaranum.